Sakaður um að dreifa klúrum myndum

Rizieq Shihab.
Rizieq Shihab. AFP

Þekktur indónesískur múslimskur predikari er grunaður um aðild að kynlífshneyksli. Hann er sakaður um að hafa sent nektarmyndir af sér til konu með klúrum skilaboðum. Lögreglan á Indlandi nafngreindi Rizieq Shihab nýverið. BBC greinir frá. 

Shihab sem er staddur núna í Sádi-Arabíu neitar alfarið sök. 

Skilaboðin milli hans og aðgerðasinnans Firza Husein fóru á netið í fyrra og hafa farið víða um netheima. Konan er ekki eiginkona Shihab og er hann sakaður um hræsni. 

Shihab er leiðtogi flokksins Islamic Defenders Front (FPI) sem hefur staðið fyrir mótmælum gegn Basuki Tjahaja Purnama sem er fyrrverandi landstjóri Jakarta á Indlandi.

Shihab er þekktur fyrir mælskulist sína og hefur tvívegis farið í fangelsi fyrir að brjóta lög. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert