Clinton: Falskar fréttir hjálpuðu Trump að vinna

Hillary Clinton segir falskar fréttir hafa átt sinn þátt í ...
Hillary Clinton segir falskar fréttir hafa átt sinn þátt í því að Trump sigraði forsetakosningarnar. AFP

Hillary Clinton, sem bauð sig fram til forseta fyrir hönd Demókrataflokksins, segir falskar fréttir og gabb á Faceobook hafa átt sinn þátt í því að hún tapaði fyrir Donald Trump í bandarísku forsetakosningunum í nóvember í fyrra.

Clinton sagði fyrr í þessum mánuði að afskipti rússneskra tölvuþrjóta og James Comey, þáverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI, hefðu hjálpað til við að snúa kosningunum Trump í vil.

Clinton var meðal þátttakenda á Code-tækniráðstefnunni í Los Angeles í dag og nefndi hún þá Facebook og sagði dreifingu falskra frétta á samfélagsmiðlum hafa haft áhrif á þær upplýsingar sem fólk reiddi sig á.

„Hin hliðin var notkun efnis sem var bara einfaldlega rangt og sem sett var fram á mjög persónulegan máta,“ sagði Clinton í viðtali sem tekið var við hana sviði ráðstefnunnar

Reuters segir ekki hafa náðst samband við neinn af forsvarsmönnum Facebook vegna málsins, en Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, sagði eftir forsetakosningarnar í nóvember að það væri „bilað“ að halda því fram að falskar fréttir á samfélagsmiðlinum hefðu haft áhrif á kosningarnar með einhverjum hætti.

Stuttu síðar var þó greint frá því að Facebook ætlaði að taka upp nýjar aðferðir til að koma í veg fyrir útbreiðslu falskra frétta og að unnið yrði með vefsíðum á borð við Snopes og ABC-fréttastofuna við staðfestingu frétta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Hnakkastólar á aðeins 25.000 svartur rústrauðir og beige www.Egat.is
Hnakkastóll aðeins 25.000 svartur, rústrauðir eða beige 100% visa raðgreiðslur....
Hitakútar
Amerísk gæða framleiðsla. 30-450 lítrar. umboðsmenn um land allt. Rafvörur, Dal...
Tilboð! - Garðhús 9 fm - kr. 279.300,-
Flaggskip okkar í garðhúsum, Brekka 34 - 9 fm - gert úr 34mm þykkum bjálka og tv...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...