Clinton: Falskar fréttir hjálpuðu Trump að vinna

Hillary Clinton segir falskar fréttir hafa átt sinn þátt í ...
Hillary Clinton segir falskar fréttir hafa átt sinn þátt í því að Trump sigraði forsetakosningarnar. AFP

Hillary Clinton, sem bauð sig fram til forseta fyrir hönd Demókrataflokksins, segir falskar fréttir og gabb á Faceobook hafa átt sinn þátt í því að hún tapaði fyrir Donald Trump í bandarísku forsetakosningunum í nóvember í fyrra.

Clinton sagði fyrr í þessum mánuði að afskipti rússneskra tölvuþrjóta og James Comey, þáverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI, hefðu hjálpað til við að snúa kosningunum Trump í vil.

Clinton var meðal þátttakenda á Code-tækniráðstefnunni í Los Angeles í dag og nefndi hún þá Facebook og sagði dreifingu falskra frétta á samfélagsmiðlum hafa haft áhrif á þær upplýsingar sem fólk reiddi sig á.

„Hin hliðin var notkun efnis sem var bara einfaldlega rangt og sem sett var fram á mjög persónulegan máta,“ sagði Clinton í viðtali sem tekið var við hana sviði ráðstefnunnar

Reuters segir ekki hafa náðst samband við neinn af forsvarsmönnum Facebook vegna málsins, en Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, sagði eftir forsetakosningarnar í nóvember að það væri „bilað“ að halda því fram að falskar fréttir á samfélagsmiðlinum hefðu haft áhrif á kosningarnar með einhverjum hætti.

Stuttu síðar var þó greint frá því að Facebook ætlaði að taka upp nýjar aðferðir til að koma í veg fyrir útbreiðslu falskra frétta og að unnið yrði með vefsíðum á borð við Snopes og ABC-fréttastofuna við staðfestingu frétta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Hyundai i30 Station 2014
Til sölu Hyundai i30 ssk station 2014, ekinn 86.xxx km,Gullfallegur á góðum vet...
Rýmingarsala á vörubíladekkjum
Rýmingarsala á vörubíladekkjum 13 R 22.5 kr. 31452 + vsk 1200 R 20 kr. 23387 + v...
Yaris Hybrid 2012
Til sölu Yaris Hybrid 2012, ekinn 43000 km. Einn eigandi. Nýtt í bremsum. Verð 1...
Lausir dagar í Biskupstungum..
Hlý og falleg sumarhús til leigu, -Leiksvæði og heitur pottur.. Velkomin.. ...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skipulagsauglýsing
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Félagsstarfið er með opið í s...