Clinton: Falskar fréttir hjálpuðu Trump að vinna

Hillary Clinton segir falskar fréttir hafa átt sinn þátt í ...
Hillary Clinton segir falskar fréttir hafa átt sinn þátt í því að Trump sigraði forsetakosningarnar. AFP

Hillary Clinton, sem bauð sig fram til forseta fyrir hönd Demókrataflokksins, segir falskar fréttir og gabb á Faceobook hafa átt sinn þátt í því að hún tapaði fyrir Donald Trump í bandarísku forsetakosningunum í nóvember í fyrra.

Clinton sagði fyrr í þessum mánuði að afskipti rússneskra tölvuþrjóta og James Comey, þáverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI, hefðu hjálpað til við að snúa kosningunum Trump í vil.

Clinton var meðal þátttakenda á Code-tækniráðstefnunni í Los Angeles í dag og nefndi hún þá Facebook og sagði dreifingu falskra frétta á samfélagsmiðlum hafa haft áhrif á þær upplýsingar sem fólk reiddi sig á.

„Hin hliðin var notkun efnis sem var bara einfaldlega rangt og sem sett var fram á mjög persónulegan máta,“ sagði Clinton í viðtali sem tekið var við hana sviði ráðstefnunnar

Reuters segir ekki hafa náðst samband við neinn af forsvarsmönnum Facebook vegna málsins, en Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, sagði eftir forsetakosningarnar í nóvember að það væri „bilað“ að halda því fram að falskar fréttir á samfélagsmiðlinum hefðu haft áhrif á kosningarnar með einhverjum hætti.

Stuttu síðar var þó greint frá því að Facebook ætlaði að taka upp nýjar aðferðir til að koma í veg fyrir útbreiðslu falskra frétta og að unnið yrði með vefsíðum á borð við Snopes og ABC-fréttastofuna við staðfestingu frétta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Rafhlöður fyrir járnabindivélar
fjarstýringar og önnur rafhlöðuverkfæri. Nánar á www.rafhlodur.is og síma 899 15...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Lýsing breytingar Aðalski...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...