Villa Trumps vekur kátínu

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti virðist hafa ætlað að gagnrýna fjölmiðla í nótt á Twitter-síðu sinni en eitthvað orðið þess valdandi að hann kláraði ekki færsluna og lauk henni ennfremur á orði sem netverjar hafa skemmt sér konunglega yfir.

Færsluna mun Trump hafa sett inn í nótt að íslenskum tíma en hún hefur nú verið fjarlægð. Það hefur hins vegar ekki komið í veg fyrir ferðalag hennar víða um netið þar sem óspart hefur verið gert grín að henni. Færslan var svohljóðandi: „Despite the constant negative press covfefe.“ Líklega hefur síðasta orðið átt að vera „coverage“ eða umfjöllun. Lauslega þýtt hefur færslan því átt að vera: „Þrátt fyrri stöðuga neikvæða fjölmiðlaumfjöllun.“

Væntanlega hefur síðan eitthvað vantað aftan á Twitter-færsluna. Breska ríkisútvarpið BBC veltir því fyrir sér hvort Trump hafi hreinlega farið að sofa án þess að klára færsluna. Meðal annars er grínast með að „covfefe“ þýði á rússnesku „Ég segi af mér.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Fjölskylda óskar eftir 4+herb íbúð
Fimm manna fjölskylda frá Akureyri bráð vantar 4+ herb íbúð á höfuðborgarsvæðinu...
Ukulele
...
Ritverkið Reykvíkingar 1-4
til sölu fyrstu fjögur bindin (öll sem hafa komið út) af ritverkinu Reykvíkingar...
Gott skrifstofuhúsnæði til leigu.
Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fim...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
AÐALFUNDUR Aðalfundur Ísfélags Vestmann...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Samkoma fellur niður í kvöld
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Samkoma fellur niður í kv...