Loksins sagt frá láti dóttur sinnar

Saffie var yngsta fórnarlamb árásarinnar.
Saffie var yngsta fórnarlamb árásarinnar. Skjáskot/Twitter

Móður hinnar átta ára gömlu Saffie Roussos, yngsta fórnarlambs hryðjuverkaárásinnar sem gerð var á tónleikum Ariana Grande, í Manchester Arena höllinni, þann 22. maí síðastliðinn, hefur nú verið sagt frá örlögum dóttur sinnar. Hún komst til meðvitundar fyrir örfáum dögum.

Lisa Roussos var með Saffie og eldri systur hennar, Ashlee Bromwich, á tónleikunum. Hún slasaðist alvarlega og var haldið sofandi í öndunarvél í viku. Lisa mun nú vera komin til meðvitundar og úr lífshættu. Ashlee er einnig úr lífshættu. BBC greinir frá.

Upplýsingar um líðan Lisu voru birtar í Facebook-hópnum Layland Memories. Þar kom einnig fram að hún væri meðvituð um að yngri dóttir hennar væri látin. Lisa og eldri dóttir hennar munu báðar vera farnar að tjá sig og tala saman um atburðinn.

22 létust í árásinni og yfir 100 særðust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert