Samkynhneigðir gammar verða foreldrar

Hrægammur á flugi í þjóðgarði í Suður-Frakklandi.
Hrægammur á flugi í þjóðgarði í Suður-Frakklandi. AFP

Tveir samkynhneigðir hrægammar, sem hafa lengi verið par, eru nú orðnir foreldrar eftir að hafa klakið unga úr eggi í dýragarði í Amsterdam.

Starfsfólk dýragarðsins gaf gammaparinu egg, sem hafði verið yfirgefið og gætti þess vandlega í hreiðri sínu næstu tvo mánuði. Dýragarðshirðirinn Job van Tol sagði feðurna tvo vera mjög nána og að þeir sinntu foreldrahlutverkinu af stakri prýði. „Þeir eru búnir að vera hjá okkur í nokkur ár. Þeir búa alltaf til hreiður saman og eru par. Það eina sem þeir gátu gert saman var að verpa eggi,“ hefur BBC eftir van Tol.

Þegar starfsfólk dýragarðsins fann síðan egg sem enginn hinna hrægammanna sinnti settu þeir það fyrst í útungunarkassa, en ákváðu svo að fá karlkyns parinu það til umönnunar. „Þetta var viss áhætta og það var ekkert öruggt að þetta tækist, en við hugsuðum sem svo loksins fengju þeir sitt tækifæri,“ sagði van Tol.

Hinir nýbökuðu foreldrar passa vel upp á ungann sinn, sem er nú 20 daga gamall. Rétt eins og sumar tegundir mörgæsa deila hrægammar öllum verkum, utan að kvenfuglinn verpir egginu. „Karlfuglunum er því eðlislægt að annast unga sína,“ útskýrði van Tol.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert