Tapar Theresa May meirihluta sínum?

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Hugsanlegt er að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, missi meirihluta sinn í breska þinginu í þingkosningunum í Bretlandi sem fram fara eftir viku. Skoðanakannanir undanfarið hafa bent til þess að dregið hafi saman á milli Íhaldsflokks May og Verkamannaflokksins.

Fram kemur í frétt Reuters að ný skoðanakönnun fyrirtækisins YouGov bendi til þess að May tapi þingkosningunum en Íhaldsflokkurinn er með nauman meirihluta í breska þinginu í dag. May ákvað að boða til kosninga fyrr en til stóð fyrr á þessu ári með það að yfirlýstu markmiði sínu að auka þingmeirihlutann. Kannanir sýndu þá Íhaldsflokkinn með um 20% forskot á Verkamannaflokkinn og var reiknað með að flokkurinn myndi vinna stórsigur.

Samkvæmt frétt Reuters eru skoðanakannanir mjög misvísandi í þessum efnum. Sumar bendi til þess að May missi meirihluta sinn, aðrar að hún vinni stórsigur og allt þar á milli. May hefur verið gagnrýnd fyrir að taka ekki þátt í kappræðum fulltrúa stjórnmálaflokkanna í breska ríkisútvarpinu BBC í gær en hún hefur í kjölfar óhagstæðra kannana lagt aukna áherslu á mikilvægi þess að Bretland gangi úr Evrópusambandinu og landi góðum útgöngusamningi.

Komi til þess að Íhaldsflokkurinn nái ekki meirihluta á breska þinginu þyrfti að mynda samsteypustjórn fleiri flokka. Hugsanlegt er að þá kæmi til stjórnarsamstarf Verkamannaflokksins, Skoska þjóðarflokksins og Frjálslyndra demókrata en miðað við skoðanakannanir yrði slík stjórn með mjög tæpan þingmeirihluta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Hauststemmning í Tungunum, Eyjasól ehf.
Sumarhúsin okkar eru nokkuð laus í sept og okt, hlý og cosy.. Norðurljós í heit...
 
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður óskast! Vélavörð vantar á ...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...