Árásarmennirnir felldir

Breska lögreglan skaut þrjá karlmenn til bana sem eru grunaðir um að hafa staðið á bak við árásir við London-brú og Borough-markaðinn í kvöld. Breska lögreglan segir að mennirnir hafi myrt sex og hafa um 30 verið fluttir á sjúkrahús.

Lögreglustjórinn í London greindi frá þessu á blaðamannafundi nú í nótt. Hér má lesa yfirlýsingu lögreglunnar í heild.

Hann sagði að þremenningarnir hafi verið skotnir til bana í Borough-markaðinum um 8 mínútum eftir atvikið á London-brú þar sem sendibifreið, sem árásarmennirnir voru í, var ekið á gangandi vegfarendur. Atvikið átti sér um klukkan 22 að breskum tíma (um klukkan 21 að íslenskum tíma).

Lögreglumaður er á meðal þeirra sem særðust. Hann er hins vegar ekki í lífshættu.

Vopnaður lögreglumaður stendur við mann sem er talinn vera einn …
Vopnaður lögreglumaður stendur við mann sem er talinn vera einn af árásarmönnunum þremur. AFP

Árásarmennirnir voru allir í vestum með einhverskonar hylkjum. Í fyrstu var talið að mennirnir væru í sprengjuvestum, en það hefur nú komið í ljós að engin sprengiefni hafi verið í vestunum.

Rannsókn lögreglunnar er enn í fullum gangi. Hún telur að árásarmennirnir hafi verið þrír og að þeir hafi allir verið felldir. Hins vegar sé ekkert útilokað og það muni rannsóknin leiða í ljós. Ekki hefur verið gefið upp hverjir árásarmennirnir voru og hvers vegna þeir frömdu þessi ódæði. Lögreglan biður almenning um að halda sig frá þeim svæðum þar sem árásirnar voru gerðar. Þá biður lögreglan fólk um að senda inn myndefni sem það hefur undir höndum og getur mögulega aðstoðað við rannsókn málsins. 

Amber Rudd, innanríkisráðherra Bretlands, segir að þetta hafi verið skelfileg árás á fólk sem hafi verið að njóta kvöldsins með vinum og vandamönnum. „Hugur minn er hjá fórnarlömbunum og nánustu aðstandendum þeirra. Ég er afar stolt og þakklát fyrir þjónustu lögreglunnar og viðbragðsaðila sem brugðust skjótt við auk þeirra sem munu vinna af krafti við rannsókn á þessu skelfilega ódæði.“

Hér má horfa á beina útsendingu Sky News. 

 

AFP
Margir borgarbúar eru í áfalli vegna atburða kvöldsins og hafa …
Margir borgarbúar eru í áfalli vegna atburða kvöldsins og hafa hlotið aðhlynningu viðbragðsaðila. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert