Slíta stjórnmálasambandi við Katar

Fjögur arabíki hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar.
Fjögur arabíki hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar. AFP

Fjögur arabaríki, Sádi-Arabía, Egyptaland, Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin, hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar. Ástæðuna segja þau vera stuðning þarlendra stjórnvalda við hryðjuverkasamtök, líkt og Ríki íslams, og öfgamenn.

Ríkisfréttastofan í Sádi-Arabíu, SPA, tilkynnti í morgun að búið væri að stöðva ferðir á milli landsins og Katar. Heimildamenn SPA segja að ákvörðunin hafi verið tekin til að tryggja öryggi þjóðarinnar fyrir hryðjuverkamönnum.

Yfirvöld í Katar segja ákvörðun ríkjanna fjögurra tilefnislausa og fordæma hana.

Barein varð fyrst ríkjanna til að slíta stjórnmálasambandinu og í kjölfarið fylgdu Sádi-Arabía og hin ríkin.

Yfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa gefið sendifulltrúum frá Katar tvo sólarhringa til að yfirgefa landið en þarlend stjórnvöld saka yfirvöld í Katar um að styðja fjárhagslega við bakið á hryðjuverkahópum.

Ekki er ljóst hvaða áhrif hernaðarstarfsemi Bandaríkjanna á svæðinu hefur en stutt er síðan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór í opinbera heimsókn til Sádi-Arabíu. Bandaríski herinn er til að mynda með um 10 þúsund manna bækistöð í Katar.

Heimsmeistaramótið í knattspyrnu fer fram í Katar árið 2022.

Frétt BBC.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Hljómsveit Antons Kröyer
Hljómsveit ANTONS KRÖYER Lifandi tónlist : dúett - tríó. V/ brúðkaup - afmæli - ...
SMEG Gaseldavél
Glæsileg gaseldavél með rafmagnsbakarofni til sölu. Tilboð óskast. Upplýsi...
Akureyri - vönduð íbúðagisting
Vönduð og vel útbúin íbúðagisting. Uppábúin rúm, net og lokaþrif. Komdu á norður...
Varahlutir í Transalp 600cc1988 -1992 ca
Er með til sölu nokkra varahlutum í ofangreint hjól. Þetta eru kerti, bremsuborð...
 
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...