Slíta stjórnmálasambandi við Katar

Fjögur arabíki hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar.
Fjögur arabíki hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar. AFP

Fjögur arabaríki, Sádi-Arabía, Egyptaland, Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin, hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar. Ástæðuna segja þau vera stuðning þarlendra stjórnvalda við hryðjuverkasamtök, líkt og Ríki íslams, og öfgamenn.

Ríkisfréttastofan í Sádi-Arabíu, SPA, tilkynnti í morgun að búið væri að stöðva ferðir á milli landsins og Katar. Heimildamenn SPA segja að ákvörðunin hafi verið tekin til að tryggja öryggi þjóðarinnar fyrir hryðjuverkamönnum.

Yfirvöld í Katar segja ákvörðun ríkjanna fjögurra tilefnislausa og fordæma hana.

Barein varð fyrst ríkjanna til að slíta stjórnmálasambandinu og í kjölfarið fylgdu Sádi-Arabía og hin ríkin.

Yfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa gefið sendifulltrúum frá Katar tvo sólarhringa til að yfirgefa landið en þarlend stjórnvöld saka yfirvöld í Katar um að styðja fjárhagslega við bakið á hryðjuverkahópum.

Ekki er ljóst hvaða áhrif hernaðarstarfsemi Bandaríkjanna á svæðinu hefur en stutt er síðan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór í opinbera heimsókn til Sádi-Arabíu. Bandaríski herinn er til að mynda með um 10 þúsund manna bækistöð í Katar.

Heimsmeistaramótið í knattspyrnu fer fram í Katar árið 2022.

Frétt BBC.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Stálstólar nýklæddir - gæða stólar - sími 869-2798
Er með nokkra gæða íslenska stálstóla, þessa gömlu góðu á 12,500 kr, stykkið, N...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Áskirkja Farið verður til Vestmannaeyja ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Breyting á aðalskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Tilla...