27 ára maður handtekinn

Breska lögreglan að störfum.
Breska lögreglan að störfum. AFP

Breska lögreglan hefur handtekið 27 ára gamlan mann í tengslum við hryðjuverkaárásirnar í London um helgina.

Maðurinn var handtekinn í morgun, um áttaleytið að staðartíma.

Handtakan fór fram í Barking sem er úthverfi í austurhluta borgarinnar þar sem handtökur vegna árásarinnar hafa áður farið fram. 

Stutt er síðan breska lögreglan sleppti án ákæru öllum þeim tólf sem höfðu áður verið handteknir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert