Þarf að útskýra hvað pabbi hennar gerði

Menn­irn­ir þrír sem eru tald­ir hafa framið árás­irn­ar á laug­ar­dags­kvöld. …
Menn­irn­ir þrír sem eru tald­ir hafa framið árás­irn­ar á laug­ar­dags­kvöld. Frá vinstri: Youss­ef Zag­hba, Khur­am Shazad Butt og Rachid Redoua­ne. AFP

Fyrrverandi eiginkona eins árásarmannanna í London hefur rætt um það í breskum fjölmiðlum að einn daginn þurfi hún að útskýra fyrir dóttur sinni hvað pabbi hennar gerði.

Charisse O'Leary segist hafa komist í „mikið uppnám, hafa verið leið og dofin“ þegar hún frétti að Rachid Redouane hefði verið meðal þeirra sem frömdu voðaverkin í London á laugardagskvöld.

Átta létust í árásinni.

„Núna þarf ég að einbeita mér að því að ala dóttur mína upp vitandi það að einn daginn verð ég að útskýra fyrir henni hvað pabbi hennar gerði,“ sagði O'Leary.

Rachid Redoua­ne var þrítug­ur en hann gekkst einnig við nafninu Rachid Elkhdar.

Áður hafði móðir Youss­ef Zag­hba, annars árásarmanns, tjáð sig við Sky News. „Ég á eng­in orð. Þetta er of stórt,“ sagði Coll­ina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert