Corbyn gæti tekið við taumunum

Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, á kjörstað í dag.
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, á kjörstað í dag. AFP

Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, gæti orðið næsti forsætisráðherra Bretlands, ef marka má útgönguspár fyrir þingkosningarnar sem fram fara í landinu í dag, samkvæmt umfjöllun Independent. Hreinn meirihluti Íhaldsflokksins er samkvæmt þeim fallinn, þrátt fyrir að flokkurinn undir forystu Theresu May forsætisráðherra hafi byrjað kosningabaráttuna með mikið forskot.

John McDonnell, skuggafjármálaráðherra Verkamannaflokksins, varar þó við því að lesa of mikið í spána.

„Við þurfum að hafa einhvern efa hvað varðar allar kannanir á þessari stundu,“ hefur Telegraph eftir honum.

Sem leiðtogi þess flokks sem lítur út fyrir að fá flest þingsæti mun May samkvæmt venju fá fyrsta tækifærið til að mynda ríkisstjórn. Geti hún það ekki, eða nái hún ekki að koma fjárlögum í gegn um þingið, gæti Bretadrottning beðið Corbyn um að mynda ríkisstjórn í samstarfi við Frjálslynda demókrata, Skoska þjóðarflokkinn og flokk Græningja.

Samkvæmt spánum myndi slík samsteypustjórn hafa yfir að búa 323 sætum, sem duga myndi fyrir meirihluta haldi flokkur Sinn Fein áfram þeirri hefð sinni að taka ekki sæti á þingi.

Íhaldsflokknum er spáð 314 þingsætum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert