Norður-Kórea skaut flugskeytum

Moon Jae-In, forseti Suður-Kóreu.
Moon Jae-In, forseti Suður-Kóreu. AFP

Norður-Kórea skaut fjölda flugskeyta frá austurströnd landsins seint í gærkvöldi, að sögn varnarmálaráðuneytis Suður-Kóreu.

Um er að ræða skammdræg flugskeyti sem er ætlað að hæfa skip.

Innan við vika er síðan Sameinuðu þjóðirnar samþykktu að auka refsiaðgerðir sínar gegn stjórnvöldum í Norður-Kóreu.

Eldflaugarnar flugu um 200 kílómetra í um tveggja kílómetra hæð  áður en þær féllu í Japanshaf, að sögn varnarmálaráðuneytisins.

„Það eina sem Norður-Kórea græðir á ögrun sem þessari er alþjóðleg einangrun og efnahagsleg vandamál. Þjóðin mun missa af tækifærum til framþróunar,“ sagði Moon Jae-In, forseti Suður-Kóreu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert