Sonur Trump fer hamförum á Twitter

Donald Trump yngri kemur föður sínum til varnar á Twitter.
Donald Trump yngri kemur föður sínum til varnar á Twitter. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur enn ekkert tjáð sig á Twitter um vitnisburð James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, sem situr nú fyrir svörum rannsóknarnefndar öldungardeildar Bandaríkjaþings. Búist var við því að Trump myndi byrja að tísta um leið og Comey færi að tjá sig, en það varð ekki raunin.

Donald Trump Jr. sonur Trump fer hins vegar hamförum á Twitter til varnar föður sínum. Hann segir meðal annars að það fari ekki á milli mála þegar Trump skipar einhverjum að gera eitthvað og vísar þar til orðalags í vitnisburði Comey. Í vitnisburðinum kemur fram að forsetinn hafi sagt við Comey að hann vonaði að rannsókn á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisfulltrúa, yrði látin niður falla niður. Þá sagðist forsetinn vænta hollustu af Comey.

Trump Jr. vill meina að svona orðalag noti faðir hans ekki ef hann er að skipa og krefjast. Það hafi því væntanlega ekki átt sér stað. „Að vona og fyrirskipa er tvennt ólíkt, maður hefði haldið að maður eins og Comey vissi það,“ segir í einu tístanna.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert