Greiða atkvæði um sjálfstæði Katalóníu

Carles Puigdemont, í miðjunni, tilkynnir um þjóðaratkvæðagreiðsluna.
Carles Puigdemont, í miðjunni, tilkynnir um þjóðaratkvæðagreiðsluna. AFP

Leiðtogi Katalóníu á Spáni hefur tilkynnt um þjóðaratkvæðagreiðslu 1. október í óþökk spænskra stjórnvalda sem eru mótfallin slíkri atkvæðagreiðslu.

Carles Puigdemont, leiðtogi Katalóníu, sagði að spurt verði í atkvæðagreiðslunni: „Viltu þú að Katalónía verði sjálfstætt lýðveldi?“

Um 7,5 milljónir manna búa í Katalóníu en þar hefur lengið verið óskað eftir meira sjálfstæði.

Aðskilnaðarsinnar hafa í mörg ár reynt að fá samþykki spænskra stjórnvalda fyrir atkvæðagreiðslu á borð við þá sem fór fram í Skotlandi um sjálfstæði frá Bretum.

Katalónar eru þó ekki sammála þegar kemur að sjálfstæði. 48,5% þeirra eru á móti sjálfstæði á meðan 44,3% eru því samþykk, samkvæmt nýrri skoðanakönnun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert