„Það sem við vitum núna“

Jeremy Corbyn og Theresa May eru í brennidepli í kvöld.
Jeremy Corbyn og Theresa May eru í brennidepli í kvöld. AFP

Robert Peston, ritstjóri stjórnmálafrétta hjá ITV-sjónvarpsstöðinni í Bretlandi, spáir í þær spár og tölur sem út eru komnar og telur upp það sem hægt sé að gera ráð fyrir að svo stöddu.

Í fyrsta lagi segir hann vinstri arm Verkamannaflokksins nú hafa öðlast mun sterkari sess flokksins. Í öðru lagi sé langt síðan atkvæði hafi skipst jafnmikið eftir aldri kjósenda, þar sem þeir yngri styðji Verkamannaflokkinn og þeir eldri Íhaldsflokkinn.

Þá segir hann eins og sjá má að Theresa May, forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins, sé í alvarlega slæmri stöðu í ljósi talnanna. Keppinautar hennar innan flokksins muni þá gráta krókódílatárum, þar á meðal Boris Johnson utanríkisráðherra.

„Við erum á leið inn í tímabil þráláts pólitísks óstöðugleika og aðrar þingkosningar í haust líta næstum út fyrir að vera óumflýjanlegar. [...] Pundið og hlutabréfamarkaðurinn mun þurfa að þola mikinn þrýsting niður á við í fyrramálið. [...] Guð veit hvað þetta mun þýða fyrir tímaáætlun Brexit eða eðli þess. [...] Það sem ég óttast, meira en allt, er að í ljós komi að þjóðin okkar sé klofnari en nokkru sinni síðan á níunda áratugnum.“

Kosningaumfjöllun Sky News í beinni:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert