„Verðum að halda áfram að mótmæla“

Mótmælendur.
Mótmælendur. AFP

„Við verðum að halda áfram að mótmæla á götum úti alveg þar til Maduro lætur af völdum eða herinn hættir að styðja hann,“ segir Venesúelamaðurinn Freddy Guevara um mótmælin sem hafa staðið yfir í landinu síðustu tvo mánuði. 

Ekki hefur dregið úr mótmælunum í Venesúela sem virðast frekar stigmagnast. Tala látinna er kominn upp í 66i. 17 ára gamall maður lést í mótmælunum á miðvikudaginn í Caracas, höfuðborg landsins eftir átök við herinn. Áður hafði varnarmálaráðherra landsins, Vladimir Padrino Lopez, varað herinn við að beita mótmælendur ofbeldi.

Lát hans verður rannsakað er haft eftir stjórnvöldum. Öryggisliðar, her og lögregla, eru sögð bera ábyrgð á láti hans. Lög­reglan og herinn eru sökuð um að beita ofbeldi gegn mótmælendum. Táragasi hefur verið beitt gegn mót­mæl­end­um og átök milli þeirra eru tíð. 

Stjórn­ar­andstaðan í Venesúela efn­ir til dag­legra mót­mæla­funda þar sem þess er kraf­ist að Nicolas Maduro, for­seti lands­ins, láti af völd­um. Seg­ir hún efna­hagskrepp­una í Venesúela og skort á mat­væl­um, lyfj­um og öðrum nauðsynj­um vera for­set­an­um að kenna.  

Maduro sak­ar stjórn­ar­and­stöðuna aft­ur á móti um að leggja á ráðin um vald­arán gegn sér með stuðningi banda­rískra stjórn­valda og seg­ir krepp­una vera kapí­talískt sam­særi.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert