Trump sakar Comey um heigulshátt

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar James Comey, fyrr­ver­andi for­stjóra al­rík­is­lög­regl­unn­ar FBI, um að hugleysi og varar við því að gagnalekar líkt og Comey stóð fyrir á minnispunktum sínum frá fundi með Trump verði tíðari. „Algjörlega ólöglegt? Mjög heigulslegt,“ tísti Trump nú fyrir stuttu.

Comey viðurkenndi fyrir rann­sókn­ar­nefnd öld­ung­ar­deild­ar Banda­ríkjaþings fyrr í dag að hann hefði sjálf­ur lekið minn­ispunkt­um sín­um af fund­un­um með Don­ald Trump í þeirri von að það myndi leiða til skip­un­ar sér­staks sak­sókn­ara til að leiða rann­sókn á af­skipt­um Rússa af síðustu for­seta­kosn­ing­um.

Trump lét þó ekki við það sitja að gagnrýna Comey heldur ítrekaði hann þá skoðun sína að stærri fjölmiðlar vestanhafs væru ekki að segja fréttir af efnahagsástandinu og því stæðu stóru fjölmiðlarnir fyrir fölskum fréttum (e. fake news). Benti hann á hækkun hlutabréfavísitalna og orkugeirans, auk þess sem regluverk hefði verið minnkað og 600 þúsund ný störf hefðu bæst við síðan hann tók við embætti.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert