Trump vill ekki heimsækja Bretland

Donald Trump bíður með Bretlandsferðina.
Donald Trump bíður með Bretlandsferðina. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði við Theresu May forsætisráðherra Bretlands að hann ætlaði ekki að koma í opinbera heimsókn til Bretlands fyrr en almenningur þar yrði hlynntur því. Frá þessu er greint á fréttavefnum The Guardian. 

Í símtali við May á síðustu vikum sagðist Trump ekki vilja koma ef von væri á stórtækum mótmælum. Þetta er haft eftir heimildarmanni sem var viðstaddur þegar símtalið átti sér stað. Símtalið gæti útskýrt hvers vegna svo lítið hefur farið fyrir áætlaðri heimsókn Trumps. 

Sjö dögum eftir að Trump var svarinn í forsetaembættið bauð May honum í opinbera heimsókn til Bretlands þegar hún varð fyrsti erlendi leiðtoginn til að heimsækja Hvíta húsið í hans tíð. Á blaðamannafundi eftir fund þeirra sagðist hún ánægð yfir því að Trump og eiginkona hans Melania hefðu þegið boðið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert