Melania Trump flutt í Hvíta húsið

Forsetafrúin Melania Trump er flutt inn í Hvíta húsið.
Forsetafrúin Melania Trump er flutt inn í Hvíta húsið. AFP

Melania Trump, eiginkona Donalds Trump Bandaríkjaforseta, og sonur þeirra Barron eru flutt inn í Hvíta húsið, nú um fimm mánuðum eftir embættistöku Trump.

Melania og hinn ellefu ára gamli Barron hafa haldið til í New York þar sem Barron gekk í skóla svo að hann gæti lokið skólaárinu þar í borg. Þessi tilhögun kom mörgum nokkuð á óvart þar sem Melania er fyrsta forsetafrúin um nokkuð langt skeið sem ekki fluttist búferlum samtímis eiginmanni sínum.

Síðasta forsetafrú, Michelle Obama, flutti meira að segja snemma til Washington svo að dætur hennar og Barack Obama gætu aðlagast lífinu í borginni og hafið skólagöngu á nýjum stað.

Forsetafrúin deildi meðfylgjandi mynd á Twitter í dag þar sem hún kveðst hlakka til komandi tíma á nýju heimili.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert