Brexit-viðræður hefjast í næstu viku

Theresa May og Macron á blaðamannafundinum.
Theresa May og Macron á blaðamannafundinum. AFP

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að útganga Breta úr Evrópusambandinu sé „á áætlun“ og reiknar hún með því að viðræður þess efnis muni hefjast í næstu viku.

Þetta kom fram á blaðamannafundi í París eftir fund hennar með Emmanuel Macron, forseta Frakklands.

May sagði að þrátt fyrir stjórnarmyndunarviðræður hennar eftir þingkosningarnar í Bretlandi „væri tímaramminn fyrir Brexit-viðræðurnar á áætlun og hæfist í næstu viku“.

Macron sagði á fundinum að dyrnar fyrir Breta væru „ávallt opnar“ ef þeir vildu halda áfram í ESB.

„Auðvitað eru dyrnar alltaf opnar svo lengi sem samningaviðræðunum vegna Brexit er ekki lokið,“ sagði Macron.

Theresa May og Emmanuel Macron.
Theresa May og Emmanuel Macron. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert