Skotmaðurinn lést af sárum sínum

Maðurinn lenti í skotbardaga við lögreglu.
Maðurinn lenti í skotbardaga við lögreglu. AFP

Maðurinn sem særði fimm manns í skotárás á hafnaboltaæfingu þingmanna Repúblikanaflokksins í dag lést af sárum sínum eftir skotbardaga við lögreglumenn. Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi sem boðað var til skömmu eftir árásina. 

Árás­in átti sér stað á hafna­boltaæf­ingu þingmanna í morg­un í borg­inni Al­ex­andríu í Virg­in­íu­ríki. Fimm voru skotn­ir, þar af tveir lög­reglu­menn og þingmaður­inn Steve Scalise var skot­inn í mjöðmina. Alríkislögreglan fer með rannsókn málsins. 

„Árásamaður hleypti af skotum á þingmenn þar sem þeir voru að æfa sig fyrir hinn árlega góðgerðaleik. Yfirvöld eru að rannsakamálið en maðurinn er látinn af sárum sínum,“ sagði forsetinn. „Steve Scalise þingmaður var skotinn og er illa særður en hann er nú í stöðugu ástandi á sjúkrahúsinu ásamt tveimur hugrökkum lögregluþjónum.“ 

Donald Trump var fljótur að boða til blaðamannafundar.
Donald Trump var fljótur að boða til blaðamannafundar. AFP
Lögregla var þrjár mínútur að mæta á vettvang.
Lögregla var þrjár mínútur að mæta á vettvang. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert