Afturkallar afléttingu viðskiptabanns á Kúbu

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rætti um breyttar áherslur í samskiptum …
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rætti um breyttar áherslur í samskiptum Bandraíkjanna og Kúbu. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun afturkalla fyrirhugaða afléttingu á viðskiptabanni Bandaríkjanna á Kúbu sem fyrirrennari hans í starfi, Barak Obama, lagði til. Obama beitti sér fyr­ir bætt­um sam­skipt­um ríkj­anna tveggja. Hann var meðal annars fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna í 88 ár til að heim­sækja Kúbu. BBC greinir frá.

Trump sagði í ræðu sinni á Miami á Flórída að hann myndi herða reglur sem snúa að ferðalögum til landsins og einnig draga úr fjárframlögum Bandaríkjanna til Kúbu. 

„Stefna okkar er mun betri fyrir Kúbverja og Bandaríkin. Við viljum ekki að dollarinn muni styrkja hernaðarbrölt og kúgun íbúa Kúbu,“ sagði Trump jafnframt. 

Sendiráð Bandaríkjanna í Kúbu sem tók til starfa í valdatíð Obama verður ekki fjarlægt. 


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert