Bandarískt herskip lenti í árekstri

Herskipið USS Fitzgerald á siglingu árið 2014.
Herskipið USS Fitzgerald á siglingu árið 2014. AFP

Skip bandaríska sjóhersins og gámaflutningaskip frá Filippseyjum rákust saman undan suðurströnd Japans. Einhver meiðslu urðu á fólki, að sögn sjóhersins.

Áreksturinn varð á milli herskipsins USS Fitzgerald og skipsins ACX Crystal um 56 sjómílum suðvestur af Yokosuka í Japan, um hálfþrjúleytið að staðartíma.

Japanska strandgæslan mætti á vettvang. Ekki er ljóst um meiðsli á fólki, auk þess sem verið er að meta skemmdirnar á skipunum.

Uppfært kl. 23.57:

Sjö úr áhöfn bandaríska herskipsins er saknað eftir áreksturinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert