Féll leiðtogi Ríkis íslams í loftárás?

Rússneskar orrustuþotur.
Rússneskar orrustuþotur. AFP

Rússneski herinn telur hugsanlegt að leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams, Abu Bakr al-Baghdadi, hafi fallið í loftárás rússneskra orrustuflugvéla í nágrenni borgarinnar Raqa í Sýrlandi. Fram kemur í frétt AFP að stjórnvöld í Rússlandi vinni að því að fá þetta staðfest.

Fram kemur í yfirlýsingu frá rússneska hernum að gerð hafi verið tíu mínútna löng loftárás á stað í nágrenni Raqa þar sem forystumenn Ríkis íslams höfðu komið saman til þess að ræða mögulega brottför liðsmanna samtakanna frá borginni. Um 30 herforingjar og allt að 300 vígamenn, sem gætt hafi öryggis þeirra, hafi verið felldir.

„Samkvæmt upplýsingum, sem unnið er að því að fá staðfestar, var leiðtogi Ríkis íslams, Abu-Bakr al-Baghdadi, einnig viðstaddur fundinn og var drepinn í árásinni,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Al-Baghdadi hefur ekki sést opinberlega síðan hann lýsti sjálfan sig kalífa í borginni Mósúl í Írak fyrir þremur árum.

Fram kemur í frétt AFP að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem vangaveltur hafa komið upp um að Al-Baghdadi hafi látist.

Abu Bakr al-Baghdadi.
Abu Bakr al-Baghdadi. AFP
mbl.is

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Skrifstofuhúsnæði - hagstætt leiguverð.
Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fim...
LOFTASTIGAR - PASSA Í LÍTIL OG STÓR OP
Tvískiptir eða þrískiptir fyrir allt að 300 cm hæð Mex ehf á Facebook > Mex byg...
Teikning eftir Mugg til sölu
Til sölu blýants- og tússteikning eftir Mugg, stærð 17,5x22 cm. Úr seríunni Sjöu...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Lýsing breytingar Aðalski...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...