Hékk á tönnunum yfir Niagara-fossunum

Erendira Wallenda hangir á tönnunum yfir Niagara-fossunum í gær.
Erendira Wallenda hangir á tönnunum yfir Niagara-fossunum í gær. AFP

Ofurhuginn Erendira Wallenda sló heimsmet í gær er hún hékk á tönnunum úr þyrlu í rúmlega 91 metra hæð yfir Niagara-fossunum.

Wallenda þótti framkvæmda atriðið einkar tignarlega. Hún hafði öryggisgjörð um sig til stuðnings, líkt og lög New York-ríkis kveða á um.

Wallenda, sem er loftfimleikakona, og sló í gær met sem eiginmaður hennar setti í Brandon í Missouri árið 2011. Hékk hún hærra yfir jörðu á tönnunum en hann. Atriðið stóð í átta mínútur og sýndi hún loftfimleika inni á milli, áhorfendum til skemmtunar.

Nokkuð mikill vindur var við fossana í gær en það kom ekki að sök hjá hinum 36 ára gamla ofurhuga sem segir reynsluna hafa verið fallega og magnaða.

Fimm ár eru síðan eiginmaður hennar, Nik Wallenda, gekk á línu yfir Niagara-fossana.

Hjónin eru bæði úr fjölskyldum mikilla loftfimleikamanna og ofurhuga sem sett hafa margvísleg met allt frá fimmta áratug síðustu aldar.

Í frétt CNN segir að áhættuatriði fjölskyldunnar hafi ekki alltaf endað vel. Árið 1978 lést langafi Niks, Karl Wallenda, er hann reyndi að ganga á línu milli tveggja hótela í Puerto Rico.

Erendira Wallenda yfir Niagara-fossunum í gær.
Erendira Wallenda yfir Niagara-fossunum í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert