Helmut Kohl látinn

Helmut Kohl árið 2010.
Helmut Kohl árið 2010. AFP

Helmut Kohl, fyrrverandi kanslari Þýskalands, er látinn, 87 ára gamall. Hann lést á heimili sínu í Ludwigshafen í Rínarlandi í vesturhluta Þýskalands.

Kohl var kanslari Þýskalands í 16 ár, frá árinu 1982 til 1998. Þáttur hans við að sameina Austur- og Vestur-Þýskaland eftir fall Berlínarmúrsins er talinn mikill.

Hann og Francois Mitterand, fyrrverandi forseti Frakklands, voru jafnframt mennirnir á bak við evruna.

Kohl árið 2012 ásamt Angelu Merkel, kanslara Þýskalands.
Kohl árið 2012 ásamt Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. AFP

Í Bretlandi er hans minnst fyrir ágreining sinn við Margréti Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, vegna Evrópusambandsins, að því er kemur fram á BBC.

Kohl datt illa árið 2008 og notaði hjólastól eftir það.

„Vinur frelsisins“

George H.W. Bush, fyrrverandi forseti Bandarkjanna, segir að Kohl hafi verið „sannur vinur frelsisins“ og „einn af merkustu leiðtogum Evrópu eftir síðari heimsstyrjöldina“.

„Helmut þoldi ekki stríð en hann hataði einræðishyggju enn meira,“ sagði Bush í yfirlýsingu sinni.

„Eitt af því gleðiríkasta í mínu lífi var að vinna með góðvini mínum við að ljúka kalda stríðinu á friðsamlegan hátt og að sameina Þýskaland innan Nató.“

Kohl og Boris Jeltsín, forseta Rússlands, árið 1993.
Kohl og Boris Jeltsín, forseta Rússlands, árið 1993. AFP
Kohl ásamt Bill Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna í bandarísku forsetaflugvélinni, ...
Kohl ásamt Bill Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna í bandarísku forsetaflugvélinni, árið 1998. AFP
mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

VW TOUAREG
VW TOUAREG ÁRG. 2004, GYLLTUR, TVEIR EIGENDUR, LJÓST LEÐUR, V8 SJÁLFSK., EK. 142...
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
 
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Leiðsögumaður
Ferðaþjónusta
Leiðsögumaður óskast Glacier Adventure...
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...