Ræddu við þá sem lifðu af eldsvoðann

Elísabet Bretadrottning kynnti sér aðstæður og ræddi við fólk.
Elísabet Bretadrottning kynnti sér aðstæður og ræddi við fólk. AFP

Elísabet Bretadrottning og Vilhjálmur prins heimsóttu hjálparmiðstöð í Westway-íþróttamiðstöðinni þar sem hlúð hefur verið að íbúum Grenfell-turnsins sem lifðu af eldsvoðann sem kom upp í byggingunni fyrr í vikunni og kostaði að minnsta kosti 30 lífið.

Drottningin og prinsinn ræddu við sjálfboðaliða, íbúa og fulltrúa hverfisfélagsins samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Talaði Elísabet um hugrekki slökkviliðsmanna og fórnfýsi sjálfboðaliða sem boðið hefðu fram aðstoð sína við að hlúa að íbúunum. 

AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert