58 látnir í London

Lundúnalögreglan segir að tala látinna í tengslum við eldsvoðann í Grenfell-háhýsinu sl. miðvikudag sé nú komin í 58. Lögregluforinginn Stuart Cundy greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag. Viðbúið sé að þessi tala muni hækka.

Umfangsmikil rannsókn og leitaraðgerð er í gangi og ljóst þykir að hún muni standa yfir í nokkrar vikur. 

Cundy hvatti alla þá sem voru í byggingunni en komust út heilir á húfi að láta lögregluna vita. Fram kemur á vef BBC að um það bil 70 manns sé enn saknað.

Hlé var gert á leitinni í gær í öryggisskyni, en hún hófst svo aftur í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert