Fimm úr sömu fjölskyldu fórust

Tvær konur gráta er þær minnast þeirra sem létust í ...
Tvær konur gráta er þær minnast þeirra sem létust í eldsvoðanum. AFP

Fimm úr sömu fjölskyldunni voru á meðal þeirra sem fórust í eldsvoðanum mikla í Grenfell-turninum fyrr í vikunni.

Um er að ræða El-Wahabi-fjölskylduna. Abdul Aziz var 52 ára og eiginkonan hans Fouiza var 42 ára.

Þrjú börn þeirra, Yasin sem var 21 árs, Nurhada sem var 16 ára og Mehdi sem var 8 ára, létust einnig í eldinum.

Fréttastofa Sky greinir frá þessu.

Slökkviliðsmenn að störfum í Grenfell-turninum.
Slökkviliðsmenn að störfum í Grenfell-turninum. AFP

Khadija Saye, sem var 24 ára og bjó á tuttugustu hæð blokkarinnar lést einnig. Þetta staðfesti fjölskylda hennar. Móður hennar, Mary Mendy, er enn saknað.

„Hvíldu í friði Khadija Saye. Guð blessi þína fallegu sál. Ég er afar sorgmæddur í dag. Ég syrgi yndislega unga konu,“ sagði þingmaðurinn David Lammy á Twitter.

Saye var fær listamaður og eru ljósmyndir hennar til sýnis á Feneyjartvíæringnum.

Áður hefur verið greint frá andláti Mohammeds Alhajali sem var flóttamaður frá Sýrlandi.

Frétt mbl.is: Flúði Sýrland og lést í brunanum

Að minnsta kosti 58 fórust í eldsvoðanum. Um 70 er enn saknað. 

Kona kveikir á kerti á minningarreit um fórnarlömbin.
Kona kveikir á kerti á minningarreit um fórnarlömbin. AFP
mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Skartgripur sem á sér 1700 ára sögu.
Men úr silfri eða gulli smíðuð á Íslandi eftir hugmynd Dr. Gunnars Jónssonar. Ve...
Ritverkið Reykvíkingar 1-4
til sölu fyrstu fjögur bindin (öll sem hafa komið út) af ritverkinu Reykvíkingar...
ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA -
Start/Byrja: 26/6 - HOLIDAY/SUMARFRÍ - 4/9, 2/10, 30/10, 27/11, 8/1: 4 weeks/vi...
Toyota Avensis 2014
Toyota Avensis, skráður 10/2014 en aðeins ekinn 34000 km, 1800cc sjálfskiptur, ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Félagstarf aldraðra
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Breyting á aðalskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Tilla...