Hátt í 60 látnir í Portúgal

Skógareldarnir hafa verið mjög skæðir í Portúgal.
Skógareldarnir hafa verið mjög skæðir í Portúgal. AFP

Tala látinna í skógareldunum í Portúgal er komin í 57. Flestir þeirra létust í bílum sínum er þeir reyndu að aka á brott frá eldinum.

Tæplega 600 slökkviliðsmenn hafa reynt að ráða niðurlögum skógareldanna, auk þess sem 160 farartæki hafa verið notuð.

„Tala látinn gæti hækkað,“ sagði Antonio Costa, forsætisráðherra Portúgals.

„Forgangsatriðið núna er að bjarga þeim sem gætu enn verið í hættu.“

Evrópusambandið ætlar að útvega flugvélar til að aðstoða við slökkvistörfin, eftir að beiðni þess efnis barst frá portúgölskum stjórnvöldum.

Bíll sem varð eldsvoðanum að bráð.
Bíll sem varð eldsvoðanum að bráð. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert