Jarðskjálfti og flóð á Grænlandi

Nuugaatsiaq er á vesturströnd Grænlands.
Nuugaatsiaq er á vesturströnd Grænlands. Mynd/Google Maps

Jarðskjálfti af stærðinni 4 reið yfir vesturhluta Grænlands um þrjátíu kílómetrum norður af Nuugaatsiaq í gærkvöldi. 

Flóð hafa orðið í kjölfar jarðskjálftans, að því er kom fram á vefsíðu DR. 

„Það er ljóst að flóðin í þorpunum Illorsuit og Nuugaatsiaq urðu vegna jarðskjálfta,“ sagði lögreglan.

Brottflutningur íbúa í Nuugaatsiaq til bæjarins Uumannaq er hafinn. Þyrlur hafa verið notaðar til þess að flytja fólkið. Um 100 manns búa í Nuugaatsiaq. 

Fólki sem býr í fjörðunum í kringum Uumannaq hefur verið ráðlagt að halda sig fjarri ströndinni.

Samkvæmt grænlenska fjölmiðlinum KNR hafa einhverjar fregnir borist um að fólk hafi slasast. Lislotte Bøhm hjá lögreglunni á Grænlandi vill ekki staðfesta þetta. Einnig er óljóst með tjón af völdum flóðsins. 

„Það er ekki eðlilegt að við séum með svona stóra jarðskjálfta á Grænlandi,“ sagði Trine Dahl Jensen, vísindamaður sem Berlinske Tidende ræddi við.

Hún bætti við að hætta sé á eftirskjálftum og fleiri flóðbylgjum.

„Hræðilegar náttúruhamfarir í Nuugaatsiaq,“ skrifaði Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Dana á Twitter.

Frá Nuuk, höfuðborg Grænlands.
Frá Nuuk, höfuðborg Grænlands. mbl.is/Una Sighvatsdóttir
mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Jöklar - Hús fyrir íslenska ferðaþjónustu og íslenskar aðstæður
Landshús býður upp á sterkan, hagkvæman og vel hannaðan húsakost fyrir þá sem vi...
Kaupum brotagull og -silfur
Kaupum eðalmálma til endurvinnslu hér heima. Kíkið á heimasíðu okkar þar sem FAS...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Framhaldsuppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, nem...
Leiðsögumaður
Ferðaþjónusta
Leiðsögumaður óskast Glacier Adventure...