Jarðskjálfti og flóð á Grænlandi

Nuugaatsiaq er á vesturströnd Grænlands.
Nuugaatsiaq er á vesturströnd Grænlands. Mynd/Google Maps

Jarðskjálfti af stærðinni 4 reið yfir vesturhluta Grænlands um þrjátíu kílómetrum norður af Nuugaatsiaq í gærkvöldi. 

Flóð hafa orðið í kjölfar jarðskjálftans, að því er kom fram á vefsíðu DR. 

„Það er ljóst að flóðin í þorpunum Illorsuit og Nuugaatsiaq urðu vegna jarðskjálfta,“ sagði lögreglan.

Brottflutningur íbúa í Nuugaatsiaq til bæjarins Uumannaq er hafinn. Þyrlur hafa verið notaðar til þess að flytja fólkið. Um 100 manns búa í Nuugaatsiaq. 

Fólki sem býr í fjörðunum í kringum Uumannaq hefur verið ráðlagt að halda sig fjarri ströndinni.

Samkvæmt grænlenska fjölmiðlinum KNR hafa einhverjar fregnir borist um að fólk hafi slasast. Lislotte Bøhm hjá lögreglunni á Grænlandi vill ekki staðfesta þetta. Einnig er óljóst með tjón af völdum flóðsins. 

„Það er ekki eðlilegt að við séum með svona stóra jarðskjálfta á Grænlandi,“ sagði Trine Dahl Jensen, vísindamaður sem Berlinske Tidende ræddi við.

Hún bætti við að hætta sé á eftirskjálftum og fleiri flóðbylgjum.

„Hræðilegar náttúruhamfarir í Nuugaatsiaq,“ skrifaði Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Dana á Twitter.

Frá Nuuk, höfuðborg Grænlands.
Frá Nuuk, höfuðborg Grænlands. mbl.is/Una Sighvatsdóttir
mbl.is

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Skjóni eftir Nínu Tryggvadóttur
til sölu barnabókin Skjóni myndskreytt af Nínu Tryggvadóttur, útg. 1967, afar go...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður óskast! Vélavörð vantar á ...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...