Jarðskjálfti og flóð á Grænlandi

Nuugaatsiaq er á vesturströnd Grænlands.
Nuugaatsiaq er á vesturströnd Grænlands. Mynd/Google Maps

Jarðskjálfti af stærðinni 4 reið yfir vesturhluta Grænlands um þrjátíu kílómetrum norður af Nuugaatsiaq í gærkvöldi. 

Flóð hafa orðið í kjölfar jarðskjálftans, að því er kom fram á vefsíðu DR. 

„Það er ljóst að flóðin í þorpunum Illorsuit og Nuugaatsiaq urðu vegna jarðskjálfta,“ sagði lögreglan.

Brottflutningur íbúa í Nuugaatsiaq til bæjarins Uumannaq er hafinn. Þyrlur hafa verið notaðar til þess að flytja fólkið. Um 100 manns búa í Nuugaatsiaq. 

Fólki sem býr í fjörðunum í kringum Uumannaq hefur verið ráðlagt að halda sig fjarri ströndinni.

Samkvæmt grænlenska fjölmiðlinum KNR hafa einhverjar fregnir borist um að fólk hafi slasast. Lislotte Bøhm hjá lögreglunni á Grænlandi vill ekki staðfesta þetta. Einnig er óljóst með tjón af völdum flóðsins. 

„Það er ekki eðlilegt að við séum með svona stóra jarðskjálfta á Grænlandi,“ sagði Trine Dahl Jensen, vísindamaður sem Berlinske Tidende ræddi við.

Hún bætti við að hætta sé á eftirskjálftum og fleiri flóðbylgjum.

„Hræðilegar náttúruhamfarir í Nuugaatsiaq,“ skrifaði Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Dana á Twitter.

Frá Nuuk, höfuðborg Grænlands.
Frá Nuuk, höfuðborg Grænlands. mbl.is/Una Sighvatsdóttir
mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

M & B dekkjavélar. Ítals
M & B dekkjavélar. Ítalskar topp gæða dekkjavélar. Gott verð. Einnig notaðar Sic...
Tölva til sölu
Til sölu Dell Optiplex GX620 borðtölva ásamt skjá, lyklaborði og mús. Er með Win...
Fágæt tímarit til sölu, Birtingur, Jökull, Líf og list o.fl.
til sölu nokkur fágæt tímarit, Jökull, tímarit jöklarannsóknarfélagsins 1-47 á...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Áskirkja Farið verður til Vestmannaeyja ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Skipulagsauglýsing
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
Breyting á aðalskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Tilla...