Kjörsókn minni en 2012

Stuðningsmenn Emmanuel Macron, forseta Frakklands, fá mynd af sér með …
Stuðningsmenn Emmanuel Macron, forseta Frakklands, fá mynd af sér með honum fyrir utan kjörstað í dag. AFP

Kjörsókn vegna síðari um­ferðar þing­kosn­ing­anna í Frakklandi er mun minni en hún var árið 2012 þegar þrír klukkutímar eru þar til kjörstöðum lokar. Skoðanakann­an­ir benda til þess að mik­ill meiri­hluti muni kjósa flokk Emm­anu­els Macrons, for­seta Frakk­lands, Repu­blique en Marche. 

Kjörsóknin er 35,3% minni en hún var í seinni umferð þingkosninganna árið 2012. 

Búist er við að flokk­ur for­set­ans og banda­manna hans muni fá 400-470 þing­menn kjörna af þeim 577 sem sæti eiga í þing­inu. Fari leik­ar með þeim hætti verður um að ræða sterk­asta þing­meiri­hluta í Frakklandi í 60 ár sam­kvæmt frétt AFP. Þetta mun hafa í för með sér að Macron fái talsvert frjálsar hendur með að innleiða stefnuskrá sína sem er einkum sögð viðskiptalífinu í hag. 

„Fólk er orðið þreytt á að sjá alltaf sömu andlitin,“ sagði Natacha Dumay sem er 59 ára gamall kennari sem kaus í Pantins em er í norðausturhluta Parísar. Þetta er kjördæmi sitjandi dómsmálaráðherra, Elisabeth Guigou, sem er í Sósíalistaflokknum en í fyrri hluta þingkosninganna hlaut hann aðeins 9,5% fylgi. Sósí­al­ista­flokk­ur­inn var stærsti flokk­ur­inn eft­ir kosn­ing­arn­ar 2012 og á landsvísu var hann með tæp­lega 30% fylgi og 280 þing­sæti. 

„Jafnvel þó við þekkjum ekki nýju frambjóðendurnar þá er það ekki mikilvægt. Við erum ekki að kjósa einstaklinga heldur stefnu,“ sagði Dumay jafnframt. Kjósendur virðast því snúa baki við Sósíalistaflokkinn sem hefur meðal annars verið gagnrýndur fyrir áralangt atvinnuleysi, óróleika í samfélaginu og skorti á sjálfstrausti á alþjóðlegum vettvangi. 

Kannanir sýna að flokkur Macron hljóti yfirburðakosningu á Lýðveld­is­flokk­num sem er helsti hægri flokk­ur Frakk­lands, og Frönsku Þjóðfylk­ing­unni. Formaður flokksins, Marine Le Pen, laut í lægra haldi fyrir Macron í síðari umferð forsetakosninganna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert