Ráðast inn í gömlu borgina í Mosúl

Hersveitir á verði í hverfinu Shifa í Mosúl.
Hersveitir á verði í hverfinu Shifa í Mosúl. AFP

Íraskar hersveit hafa ráðist inn í gömlu borgina í Mosúl þar sem hryðjuverkasamtökin Ríki íslams ráða ríkjum.

„Herinn, and-hryðjuverkadeildir og lögreglan hafa hafið árás á gömlu borgina,“ sagði hershöfðinginn Abdulamir Yarallah í yfirlýsingu.

Gamla borgin er í vesturhluta Mosúl.

„Fyrstu loftárásirnar hófust um miðnærri. Öryggissveitir hófu árás sína í gömlu borginni í dögun,“ sagði annar hershöfðingi.

Miklu máli skiptir að ná völdum í gömlu borginni ef írösku hersveitirnar vilja ná Mosúl á sitt vald.

Að sögn Sameinuðu þjóðanna eru um 100 þúsund óbreyttir borgarar fastir í gömlu borginni.

Hersveitirnar hófu áhlaup sitt á Mosúl í október síðastliðnum og náðu þá austurhluta borgarinnar á sitt vald.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert