Skotárás á vinsælum ferðamannastað

Árásin á sér stað í Le Campement Dougourakoro.
Árásin á sér stað í Le Campement Dougourakoro. Kort/Google

Vopnaðir menn hafa gert árás á ferðamannastaðinn Le Campement í Dougourakoro, í Malí í Afríku. Íbúar í nágrenninu hafa heyrt skothvelli frá staðnum, sem er vinsæll með vestrænna ferðamanna.

Hermenn og öryggissveitir hafa verið sendar á vettvang. Ekki liggur fyrir hversu margir hafa látist eða særst í árásinni. 

Búið er að loka nærliggjandi svæðum, að því er segir á vef BBC.

Undanfarin ár hafa yfirvöld í Malí barist við vopnaða íslamista sem ferðast um mið- og norðurhluta landsins. 

Í nóvember 2015 létust að minnsta kosti 20 þegar vopnaðir menn tóku gesti og starfsmenn í gíslingu á Radisson Blu-hóteli í Bamako. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert