Tveir látnir í árás á ferðamannastað

Fyrir tveimur árum réðust vopnaðir menn á Radisson Blu-hótelið í …
Fyrir tveimur árum réðust vopnaðir menn á Radisson Blu-hótelið í Bamako. Nú, eins og þá, beinist árásin að vestrænu ferðamönnum. AFP

Að minnsta kosti tveir eru eru látnir eftir að vopnaðir íslamistar réðust á vinsælan ferðamannastað í Afríkuríkinu Malí. Þeir tóku um 20 manns í gíslingu en þeim hefur nú verið sleppt. 

Árásarmennirnir eru sagðir hafa hrópað „Allahu Akbar“, eða „Guð er mestur“ áður en þeir létu til skarar skríða. Skotmarkið var ferðamannastaðurinn Kangaba Le Campement, sem er skammt frá höfuðborginni Bamako. Staðurinn er vinsæll meðal vestrænna ferðamanna. 

Svipuð árás átti sér stað fyrir tveimur árum, en þá réðust vopnaðir menn á glæsihótel í Bamako.

Öryggissveitarmenn börðust við árásarmennina á staðnum og íbúar í nágrenninu heyrðu marga skothvelli auk þess sem reykur steig til himins. Eldur logaði í að minnsta kosti einni byggingu. 

Salif Traore, ráðherra öryggismála í landinu, segir að vopnaðir íslamistar beri ábyrgð á ódæðinu. Hann segir enn fremur að öryggissveitarmenn hafi verið sendir á vettvang og búið sé að leysa 20 gísla úr haldi.

Öryggissveitarmennirnir nutu stuðnings friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna og franskra sérsveitarmanna í landinu. Búið er að girða svæðið af en aðgerðir standa enn yfir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert