Árásarmaðurinn í París látinn

AFP

Maðurinn sem ók á lögreglubíl við breiðgötuna Champs-Elysees í París er látinn. Þetta staðfesti innanríkisráðherra Frakklands, Gerard Collomb.

Frétt mbl.is: Vopnaður maður ók á lögreglubíl

Hann sagði að um „tilraun til árásar“ hafi verið að ræða.

Í bíl hans af tegundinni Renault Megane fundust byssur, Kalashnikov-riffill og flöskur með gasi, samkvæmt heimildum innan frönsku lögreglunnar.

AFP

Hvorki lögregla né óbreyttir borgarar meiddust í atvikinu, sem varð skammt frá sýningarhöllinni Grand Palais.

Að sögn talsmanns innanríkisráðherra var maðurinn dreginn út úr brennandi bílnum, illa slasaður. 

Sprengjusveit lögreglunnar er á vettvangi. 

Um tveir mánuðir eru síðan fransk­ur lög­reglumaður var skot­inn til bana við sömu breiðgötu í Par­ís, þrem­ur dög­um fyr­ir fyrri um­ferð for­seta­kosn­ing­anna í Frakklandi.

Frétt mbl.is: Lög­reglumaður skot­inn til bana 

AFP
AFP
AFP
mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
Hávaðamengun
Garg í hátalarakerfum SVR Reykjavíkurborgar Getur það virkilega verið satt að yf...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Matreiðslubækur og fleiri góðgæti
Gott úrval af notuðum: orðabókum, matreiðslubókum, handbókum, skáldverkum og bar...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...