Árásarmaðurinn í París látinn

AFP

Maðurinn sem ók á lögreglubíl við breiðgötuna Champs-Elysees í París er látinn. Þetta staðfesti innanríkisráðherra Frakklands, Gerard Collomb.

Frétt mbl.is: Vopnaður maður ók á lögreglubíl

Hann sagði að um „tilraun til árásar“ hafi verið að ræða.

Í bíl hans af tegundinni Renault Megane fundust byssur, Kalashnikov-riffill og flöskur með gasi, samkvæmt heimildum innan frönsku lögreglunnar.

AFP

Hvorki lögregla né óbreyttir borgarar meiddust í atvikinu, sem varð skammt frá sýningarhöllinni Grand Palais.

Að sögn talsmanns innanríkisráðherra var maðurinn dreginn út úr brennandi bílnum, illa slasaður. 

Sprengjusveit lögreglunnar er á vettvangi. 

Um tveir mánuðir eru síðan fransk­ur lög­reglumaður var skot­inn til bana við sömu breiðgötu í Par­ís, þrem­ur dög­um fyr­ir fyrri um­ferð for­seta­kosn­ing­anna í Frakklandi.

Frétt mbl.is: Lög­reglumaður skot­inn til bana 

AFP
AFP
AFP
mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Girðingarnet
Eigum til gott og ódýrt 6 strengja girðingarnet. Tilvalið fyrir sumahúsið. ww...
Egat Luxe - Ferðanuddstóll á 39.000 Tilvalið í vinnustaðanudd, Borgar stólinn upp á 1 degi
Egat Luxe - Ferðanuddstóll til söluwww.egat.is simi 8626194 egat@egat.is (sv...
Hársnyrtistóll með pumpu
Góður og þægilegur hársnyrtistóll auðvelt að skipta um áklæði. Verðhugmynd 15-20...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
AÐALFUNDUR Aðalfundur Ísfélags Vestmann...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma fellur niður í kvöld
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Samkoma fellur niður í kv...