Barn um borð

Nýburi
Nýburi AFP

Indversk kona fæddi í gær barn um borð í farþegaþotu í 35 þúsund feta hæð. Bæði móður og barni heilsast vel en konan var komin 32 vikur á leið.

Konan, sem er á þrítugsaldri, fékk hríðir um borð í þotu Jet Airways en flugvélin var að fljúga frá Damman í Sádi-Arabíu á leið til Kochi í Kerala-héraði í Indlandi. Í tilkynningu frá flugfélaginu kemur fram að farþegar um borð hafi tekið á móti barninu sem reyndist vera drengur. Svo vel vildi til að bráðaliði var á meðal farþega um borð og aðstoðaði hann við fæðinguna ásamt áhöfn flugvélarinnar. 

Alls voru 162 farþegar í fluginu en þotunni, Boeing 737, var flogið til Mumbai þar sem móður og barn voru flutt með hraði á nálægt sjúkrahús.

Samkvæmt tilkynningu Jet Airways er þetta í fyrsta skipti sem barn fæðist um borð í flugvél félagsins og að litli drengurinn fái að fljúga alla ævina ókeypis með flugfélaginu.

Í ágúst í fyrra fæddist barn um borð í þotu sem var á leið frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum til Filippseyja.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

M & B dekkjavélar. Ítals
M & B dekkjavélar. Ítalskar topp gæða dekkjavélar. Gott verð. Einnig notaðar Sic...
Tölva til sölu
Til sölu Dell Optiplex GX620 borðtölva ásamt skjá, lyklaborði og mús. Er með Win...
Fágæt tímarit til sölu, Birtingur, Jökull, Líf og list o.fl.
til sölu nokkur fágæt tímarit, Jökull, tímarit jöklarannsóknarfélagsins 1-47 á...
 
Skipulagsauglýsing
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipula...
Félagsstarf aldraða
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Breyting á aðalskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Tilla...