Barn um borð

Nýburi
Nýburi AFP

Indversk kona fæddi í gær barn um borð í farþegaþotu í 35 þúsund feta hæð. Bæði móður og barni heilsast vel en konan var komin 32 vikur á leið.

Konan, sem er á þrítugsaldri, fékk hríðir um borð í þotu Jet Airways en flugvélin var að fljúga frá Damman í Sádi-Arabíu á leið til Kochi í Kerala-héraði í Indlandi. Í tilkynningu frá flugfélaginu kemur fram að farþegar um borð hafi tekið á móti barninu sem reyndist vera drengur. Svo vel vildi til að bráðaliði var á meðal farþega um borð og aðstoðaði hann við fæðinguna ásamt áhöfn flugvélarinnar. 

Alls voru 162 farþegar í fluginu en þotunni, Boeing 737, var flogið til Mumbai þar sem móður og barn voru flutt með hraði á nálægt sjúkrahús.

Samkvæmt tilkynningu Jet Airways er þetta í fyrsta skipti sem barn fæðist um borð í flugvél félagsins og að litli drengurinn fái að fljúga alla ævina ókeypis með flugfélaginu.

Í ágúst í fyrra fæddist barn um borð í þotu sem var á leið frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum til Filippseyja.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

VOLVO V70
VOLVO V70 ÁRG. 2006, EINN EIGANDI, EK. AÐEINS 104 Þ. KM., 2,4L., 5 GÍRA, DÖKKT L...
Styttur eftir Miðdal til sölu
Til sölu styttur eftir Guðmund frá Miðdal, Sólskríkjur Maríuerlur. Músarri...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
 
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhaldsuppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Matsveinn
Sjávarútvegur
Matsveinn Vísir hf óskar eftir...