Barn um borð

Nýburi
Nýburi AFP

Indversk kona fæddi í gær barn um borð í farþegaþotu í 35 þúsund feta hæð. Bæði móður og barni heilsast vel en konan var komin 32 vikur á leið.

Konan, sem er á þrítugsaldri, fékk hríðir um borð í þotu Jet Airways en flugvélin var að fljúga frá Damman í Sádi-Arabíu á leið til Kochi í Kerala-héraði í Indlandi. Í tilkynningu frá flugfélaginu kemur fram að farþegar um borð hafi tekið á móti barninu sem reyndist vera drengur. Svo vel vildi til að bráðaliði var á meðal farþega um borð og aðstoðaði hann við fæðinguna ásamt áhöfn flugvélarinnar. 

Alls voru 162 farþegar í fluginu en þotunni, Boeing 737, var flogið til Mumbai þar sem móður og barn voru flutt með hraði á nálægt sjúkrahús.

Samkvæmt tilkynningu Jet Airways er þetta í fyrsta skipti sem barn fæðist um borð í flugvél félagsins og að litli drengurinn fái að fljúga alla ævina ókeypis með flugfélaginu.

Í ágúst í fyrra fæddist barn um borð í þotu sem var á leið frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum til Filippseyja.

mbl.is

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA -
START/BYRJA: 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6: 4 weeks...
Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
 
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður óskast! Vélavörð vantar á ...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...