Bretar munu yfirgefa innri markaðinn

Michel Barnier og David Davis í Brussel í dag.
Michel Barnier og David Davis í Brussel í dag. AFP

Bretland mun yfirgefa innri markað Evrópusambandsins sem og tollabandalag þess þegar landið segir skilið við sambandið. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Brussel, höfuðborg Belgíu, í dag að loknum fyrsta fomrlega viðræðufundinum um útgöngu Breta úr sambandinu. Fjallað er um málið á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph.

Fram kemur í fréttinni að þetta hafi verið áréttað bæði af breska ráðherranum David Davis, sem fer með mál sem snúa að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í bresku ríkisstjórninni, og Michel Barnier, aðalsamningamanni sambandsins.

Vangaveltur hafa verið uppi í kjölfar þingkosninganna í Bretlandi á dögunum um að bresk stjórnvöld myndu hugsanlega hverfa frá áformum sínum um að segja skilið við innri markaðinn og tollabandalagið eftir að Íhaldsflokkur Theresu May, forsætisráðherra Breta, missti þingmeirihluta sinn.

Kallað hefur verið eftir slíkri endurskoðun af ýmsum áhrifamönnum í breskum stjórnvöldum sem styðja áframhaldandi veru í Evrópusambandinu. Hefur verið vísað til Noregs og Íslands í því sambandi sem eru hluti af innri markaði sambandsins í gegnum EES-samninginn.

Yfirlýsing Davis og Barniers er hins vegar sögð staðfesta að ekki verði gefinn afsláttur af þeim áformum að segja skilið við bæði innri markaðinn og tollabandalagið. Davis sagði að Bretland myndi sækjast eftir fríverslunarsamningi við Evrópusambandið og tollasamningi.

„Við verðum að færa aftur til Bretlands völdin yfir lagasetningu okkar og stjórn landamæra okkar og því munum við yfirgefa innri markaðinn,“ sagði Davis og vísaði þar til upptöku EES-ríkja á löggjöf frá Evrópusambandinu og frjáls flæðis fólks innan EES.

„Við munum að sama skapi yfirgefa tollabandalagið. Það er eina leiðin til þess að við getum þróað fríverslunarfyrirkomulag við aðra hluta heimsins sem skiptir Bretland miklu.“ Barnier bætti við: „Bretland mun yfirgefa Evrópusambandið, innri markaðinn og tollabandalagið.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
Egat Luxe Nuddstóll (svartur eða beige) á 39.000 - Hentar fyrir nuddara, tattú eða það sem þér dettur í hug. www.Egat.is
Egat Luxe Nuddstóll til sölu www.egat.is simi 8626194 egat@egat.is svartur eða ...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...