Dæmdur fyrir klám á Snapchat

AFP

Átján ára norskur piltur, „Sondre“, hefur verið dæmdur fyrir að deila klámi á Snapchat en hann tók myndir af vinum sínum stunda kynmök í partýi fyrir tveimur árum síðan. Þegar atvikið átti sér stað hafði enginn hlotið dóm í Noregi fyrir að deila kynlífsmyndum á samfélagsmiðlum, segir í frétt Aftenposten. 

„Þetta er eitthvað sem maður gerir undir áhrifum áfengis og er með símann í höndunum, segir Sondre (sem er ekki hans rétta nafn) í samtali við Aftenposten og gagnrýnir dómskerfið harðlega fyrir dóminn. 

Hann er ósáttur við að hafa verið einn dæmdur fyrir atvikið þar sem það voru vinir hans sem voru að stunda kynmök ekki hann auk þess sem myndin hafi verið fjarlægð af MyStory eftir fimmtán mínútur. Það var gert eftir að stúlkan sem var á myndskeiðinu tilkynnti um myndbirtinguna. 

Dómurinn sem Sondre fékk var þriggja mánaða skilorðbundið fangelsi, 5 þúsund norskra króna sekt auk þess sem síminn, iPhone, var gerður upptækur. 

Frétt Aftenposten í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert