Fangar á flótta fangaðir

Fangarnir náðust eftir bílaeltingaleik.
Fangarnir náðust eftir bílaeltingaleik. AFP

Tveir fangar sem myrtu tvo fangaverði náðust eftir að hafa verið á flótta í tæpleg þrjá sólarhringa. Fangarnir tveir voru báðir dæmdir til lífstíðarfang­elsis­vist­ar í Georgíu-fylki í Banda­ríkj­un­um og sátu í Baldw­in State-fang­els­inu. Þeir náðu að yfirbuga fangaverðina tvo þegar þeir voru fluttir milli fangelsa ásamt 31 fanga til viðbótar. Telegraph greinir frá.  

Frétt mbl.is: Myrtu tvo fanga­verði og eru á flótta

Þegar fang­arn­ir tveir, Donnie Rus­sell Row og Ricky Du­bose, höfðu náð að yfirbuga og myrða fangaverðina tvo læstu þeir rútunni með hinum föngunum innanborðs og lögðu á flótta. Þeir komust undan á grænni Honda-Civic bif­reið sem þeir tóku traustataki, vopnaðir byssum fangavarðanna. 

Þeir náðust að lokum eftir að lögreglan hafði veitt þeim eftirför á bifreið sinni í borginni Christiana í Tennessee, fimmtudaginn 15. júní síðastliðinn. 

Lögreglan hefur varist allra fregna af málinu að öðru leyti en greint hefur verið frá því að þeir hafi verið handsamaðir. mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

M & B dekkjavélar. Ítals
M & B dekkjavélar. Ítalskar topp gæða dekkjavélar. Gott verð. Einnig notaðar Sic...
Tölva til sölu
Til sölu Dell Optiplex GX620 borðtölva ásamt skjá, lyklaborði og mús. Er með Win...
Fágæt tímarit til sölu, Birtingur, Jökull, Líf og list o.fl.
til sölu nokkur fágæt tímarit, Jökull, tímarit jöklarannsóknarfélagsins 1-47 á...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Áskirkja Farið verður til Vestmannaeyja ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Skipulagsauglýsing
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
Breyting á aðalskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Tilla...