Fundu vélbyssu úr smiðju nasista

Yfir milljón vélbyssur sem nefnast MP40 voru framleiddar á stríðsárunum.
Yfir milljón vélbyssur sem nefnast MP40 voru framleiddar á stríðsárunum. Mynd/Wikipedia

Lögreglan í Ástralíu lagði hald á vélbyssu úr seinni heimsstyrjöldinni sem nasistar framleiddu í Þýskalandi á stríðsárunum. Auk vélbyssunnar fundust um 60 byssuskot. Eigandi byssunnar, 40 ára gamall karlmaður, var leystur úr haldi gegn tryggingu. Vélbyssan fannst við reglubundið eftirlit lögreglu við suðurströnd Nýju-Suður-Wales í gærkvöldi. BBC greinir frá.   

Yfir milljón slíkar vélbyssur sem nefnast MP40 voru framleiddar á stríðsárunum.     

Eigandi byssunnar var farþegi í bílnum og hefur hann verið ákærður fyrir ólöglega byssueign. Maðurinn þarf að mæta fyrir dóm í Wyong-skíri í dag og hann gæti átt yfir höfði sér allt að 14 ára fangelsisvist og sekt sem nemur um 21 milljón króna. 

Vélbyssan verður rannsökuð og kannað hvort hún tengist einhverjum skotárásum. Við fyrstu skoðun lítur allt út fyrir að vélbyssan virki vel þrátt fyrir að byssuhlaupið vanti. 

Um 260 þúsund ólögleg skotvopn í Ástralíu

Lög um skotvopn eru ströng í Ástralíu. Öll skotvopn verða að vera skráð og sá sem notar hana verður að vera með tilskilið skotvopnaleyfi. 

Hins vegar er talið að yfir 260 þúsund ólögleg skotvopn séu í umferð í Ástralíu. Í síðustu viku lögðu stjórnvöld fram sakaruppgjöf um vörslu skotvopna sem tekur gildi 1. júlí næstkomandi og gildir í þrjá mánuði. Þegar þessi sakaruppgjöf tekur gildi gefst öllum þeim sem eru með óskráð skotvopn í sinni eigu tækifæri til að skila þeim inn til lögreglu án þess að eiga á hættu á að vera sektaðir eða ákærðir. BBC greinir frá.  

Stjórnvöld í Ástralíu grípa til þessara aðgerða vegna hryðjuverkaógnar og gríðarlegrar fjölgunar á ólöglegum skotvopnum inn í landið. 

Rúm tuttugu ár eru frá því sambærileg sakaruppgjöf var í gildi tímabundið í Ástralíu. Það var árið 1996 eftir að 35 manns létust eftir skotárás í Port Arthur í Tasmaníu. Á því tímabili skiluðu sér 650 þúsund ólögleg skotvopn sem voru síðar eyðilögð. Eftir það minnkuðu glæpir sem tengjast skotvopnum.    

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

STURTUKERRUR _ STURTUKERRUR
Sturtukerrur, rafdrifnar, fjarstýring, sturta aftur og til beggja hliða, hæð sk...
A2B Verktakar
Erum með faglærða aðila í öllum iðngreinum, ertu að flytja og vantar iðnarmann ...
Hillusamstæða
Hillusamstæða 28 ára gömul hillusamstæða til sölu, var keypti í Heimilisprýði á...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Leiðsögumaður
Ferðaþjónusta
Leiðsögumaður óskast Glacier Adventure...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Styrkir virk
Styrkir
Styrkir VIRK Virk starfsendurhæfingar...