Leita fjögurra strokufanga á Balí

Mennirnir eru taldir hafa komist út í gegnum þröng göng.
Mennirnir eru taldir hafa komist út í gegnum þröng göng.

Indónesíska lögreglan leitar nú fjögurra manna sem sluppu úr Kerokoban fangelsinu á Balí í dag. Talið er að þeir hafi komist út í gegnum þröng göng. 

Mennirnir eru allir útlendingar, en talið er að þeir séu enn á eynni. Mennirnir sem um ræðir eru ástralski Shaun Edward Davidson, búlgarski Dimitar Nikolov, indverski Sayed Muhammad og malasíski Tee Kok King.

Þeir voru allir að afplána dóma vegna fíkniefnabrota og svika. Mikið er um fíkniefnabrot í Indónesíu, og flótti fanga er einnig algengur.

Fangaverðir komu auga á það í morgun að fangarnir væru horfnir þegar þeir voru ekki í klefunum sínum. 

Samkvæmt fangelsismálayfirvöldum í landinu átti Shaun Davidson minna en þrjá mánuði eftir af sinni afplánun í fangelsinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert