Sanngjarn samningur mögulegur

Michel Barnier.
Michel Barnier. AFP

Bretland og Evrópusambandið hafa komist að samkomulagi um forgangsmál formlegra viðræðna þeirra um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og tímaramma. Þetta er haft eftir Michel Barnier, aðalsamningamanns sambandsins, í frétt AFP.

Fyrsti fundur viðræðna Bretlands og Evrópusambandsins fór fram í dag. „Fyrsti fundurinn var gagnlegur, við hefjum viðræðurnar á góðum nótum samhliða því sem klukkan tifar,“ sagði Barnier á blaðamannafundi í Brussel í Belgíu eftir viðræðufundinn en með honum var breski ráðherrann David Davis sem fer með útgöngumálin í ríkisstjórn Bretlands.

„Við komum okkur saman um sagsetningar í dag, við samþykktum fyrirkomulagið [á viðræðunum] og við samþykktum forgangsmál viðræðnanna,“ sagði Barnier ennfremur. Samið var um að fjóra viðræðufundi næstu fjóra mánuði. Næsti fundur verður 17. júlí.

Barnier sagði ennfremur að stefnt væri að því að komast að samkomulegi um „meginatriði helstu árskorana“ útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu eins og fljótt og auðið væri. Þar á meðal hvað Bretar greiddu til sambandsins vegna útgöngunnar, réttindi borgara þess í Bretlandi og framtíð Norður-Írlands.

Markmiðið væri að ná nægjanlegum árangri til þess að leiðtogar ríkja Evrópusambandsins gætu samþykkt að hefja viðræður um framtíðartengsl Bretlands og sambandsins. Þar með talið viðskiptasamning. „Sanngjarn samningur er mögulegur og miklu betri kostur en enginn samningur.“

Bresk stjórnvöld hafa með þessu samþykkt fyrirkomulag Evrópusambandsins samkvæmt frétt AFP en sambandið lagði áherslu á að rætt yrði fyrst um fyrirkomulag úrsagnar Bretlands áður en rætt yrði um framtíðartengslin. Bretar vildi á hinn bóginn að málin yrðu rædd samhliða.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Gjafabréf á ljósmyndanámskeið
Hægt er að kaupa gjafabréf á öll námskeið á rafrænu formi hjá ljosmyndari.is...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
Sólin er kl. 7 á Hreiðarsstaðafjallinu
Bók sem leynir á sér eftir Jóhannes Sigvaldason úr Svarfaðardal. Norðlenski húmo...
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris.
Með SWAROVSKI kristals skífu, 2ja ára ábyrgð. Sama verð og í heimalandinu 16 til...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Arkitekt/byggingafræðingur
Sérfræðistörf
VIÐ ERUM AÐ RÁÐA! ARKITEKT // BYGGIN...
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...