Skila spjótum og taka upp kylfur

Stríðsmenn Maasai-þjóðarinnar í Kenía hafa skipt spjótum sínum út fyrir krikketkylfur í baráttu sinni fyrir verndun nashyrninga.

Í Norður-Kenía hafa Maasaiarnir stofnað krikketlið og nú keppa þeir við liðsmenn breska hersins sem er við þjálfun á svæðinu. Tilgangurinn er að safna peningum til verndar hinum hvíta nashyrningi sem er í mikilli útrýmingarhættu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert