Vopnaður maður ók á lögreglubíl

Búið er að girða svæðið af.
Búið er að girða svæðið af. AFP

Bíl var ekið á lögreglubíl á breiðgötunni Champs-Elysees í París. Sprenging varð í fyrrnefnda bílnum við áreksturinn. 

Að sögn lögreglunnar í París liggur ökumaður bílsins meðvitundarlaus á jörðinni.

Ekki er ljóst hvort um slys var að ræða eða hvort ökumaðurinn hafi ekið á lögreglubílinn að yfirlögðu ráði.

AFP-fréttastofan greinir frá því að ökumaðurinn hafi verið vopnaður.

Sky-fréttastofan segir að árásarmaðurinn hafi verið yfirbugaður.

Sprengusveitarmaður lögreglunnar á vettvangi.
Sprengusveitarmaður lögreglunnar á vettvangi. AFP

Að sögn lögreglunnar lét enginn lífið.

Fólki hefur verið ráðlagt að haldi sig fjarri svæðinu.

Heimildarmaður AFP á staðnum segir að ökumaðurinn hafi „slasast alvarlega“.

Talið er að ekið hafi verið á lögreglubílinn vísvitandi.

Hryðjuverkadeild frönsku lögreglunnar hefur hafið rannsókn á málinu. 

Pierre-Henry Brandet, talsmaður innanríkisráðuneytis Frakklands, sagði að ökumaðurinn hafi verið dreginn úr í brennandi bílnum og að hann væri „mjög líklega látinn“.

Um tveir mánuðir eru síðan franskur lögreglumaður var skotinn til bana við sömu breiðgötu í París, þremur dögum fyrir fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi.

 

 



Breiðgatan Champs Elysees.
Breiðgatan Champs Elysees. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert