Veruleg fjölgun umsókna um franskan ríkisborgararétt

Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May og forseti Frakklands, Emmanuel Macron.
Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May og forseti Frakklands, Emmanuel Macron. AFP

Þrátt fyrir að ekki sé komin formleg niðurstaða í hvernig staðið verður að útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hefur umsóknum Breta um franskan ríkisborgararétt fjölgað verulega. Á síðasta fjölgaði umsóknunum um 254%.

Samkvæmt frétt le Monde sóttu 385 Bretar um franskan ríkisborgararétt árið 2015 en í fyrra voru þeir 1.363 talsins. En miðað við hversu margir Bretar eru búsettir í Frakklandi er talan ekki há því talið er að á milli 150-200 þúsund Bretar búi í Frakklandi.  

Ekki hafa verið birtar tölur um hversu margar umsóknirnar eru í ár en talið er að þeim eigi eftir að fjölga eftir því sem nær dregur útgöngu Breta úr ESB.

„Börnin mín eru öll fædd í Frakklandi og hafa búið hér allt sitt líf,“ segir Nick Wood í samtali við The Local.

„Ég get ekki hætt á að þau verði rekin frá eina heimilinu sem þau þekkja vegna þess að þau eru breskir ríkisborgarar og Bretar eru ekki lengur hluti af ESB,“ segir Wood.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert