Hafa borið kennsl á árásarmanninn

Yfirvöld í Belgíu hafa borið kennsl á manninn sem var ábyrgur fyrir sprengingu á Aðallest­ar­stöðinni í Brus­sel í gærkvöldi. Jan Jambon, innanríkisráðherra landsins, hefur staðfest þetta án þess að gefa frekari upplýsingar um manninn. 

„Við vitum hver árásarmaðurinn er. Okkur hefur tekist að bera kennsl á hann,“ sagði Jambon í útvarpsviðtali í morgunÞá sagði hann að árásin hefði getað verið mun verri, þar sem „stóra sprengingin varð ekki“.

Árásarmaðurinn var sá eini sem féll í árásinni, en hann var skotinn til bana af hermönnum. Er hann sagður hafa verið með sprengju­belti þegar hann var skot­inn.

Þá segja vitni að maðurinn hafi öskrað „Allahu Akbar“ eða „Guð er mest­ur“ áður en sprengj­an sprakk. Sprengjan var lítil en kraftmikil, en árásin er rannsökuð sem hryðjuverk.

Frétt mbl.is: Rannsakað sem hryðjuverk

Frétt mbl.is: Spreng­ing á lest­ar­stöð í Brus­sel

Lögreglumenn fyrir utan lestarstöðina í gær.
Lögreglumenn fyrir utan lestarstöðina í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert