Innflytjendum fækkar eftir Brexit

Brexít hefur víða áhrif á breska samfélagið.
Brexít hefur víða áhrif á breska samfélagið. AFP

Innflytjendum frá Austur-Evrópu til Bretlands hefur fækkað um þriðjung síðan Bretar ákváðu með þjóðaratkvæðisgreiðslu að ganga úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í rannsókn sem bendir til þess að rekja megi fækkunina til styrkingar breska pundsins. 

Í rannsókninni voru átta lönd, sem öll gengu í Evrópusambandið árið 2004, til skoðunar: Tékkland, Eistland, Ungverjaland, Lettland, Litháen, Pólland, Slóvakía og Slóvenía.

Notast var við opinber gögn um fækkun á auðkennisnúmerum sem úthlutað er til fólks sem vill vinna eða fá bætur í Bretlandi. Gögnin sýna að aldrei hefur færri auðkennisnúmerum verið úthlutað síðan löndin átta gengu í Evrópusambandið. Fjöldi fólks frá löndunum sem sóttist eftir auðkennisnúmerum var 26 þúsund fyrstu þrjá mánuði ársins, sem er um þriðjungi minna en á sama tímabili síðasta árs. 

Þjóðaratkvæðisgreiðslan um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu fór fram árið 2016 og snerist hún að mörgu leyti um fólksflutninga. Síðan þá hefur breska pundið veikst um 13%. 

„Við sjáum merki þess að Bretland sé ekki jafnákjósanlegur áfangastaður og það var fyrir innflytjendur frá Póllandi og hinum austurevrópsku löndunum sjö eftir þjóðaratkvæðisgreiðsluna,“ segir Carlos Vargas-Silva sem kom að rannsókninni. Hún bendir til þess að veiking pundsins gæti verið orsökin. 

„Þjóðaratkvæðagreiðslan hafði í för með sér óvissu á fjármálamörkuðum um framtíð breska hagkerfisins. Pundið féll í verði sem leiddi til þess að virði launa erlends vinnuafls lækkaði hlutfallslega.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert