May biðst afsökunar á viðbrögðunum

Theresa May.
Theresa May. AFP

Th­eresa May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hefur beðist afsökunar á opinberum viðbörgðum við brunanum í Grenwell-turninum í London í síðustu viku. Hún sagði að viðbrögðin hefðu ekki verið nógu góð.

„Ríkisvaldið brást fólkinu, bæði í sveitarstjórn og á landsvísu, þegar það þarfnaðist aðstoðar sem mest. Sem forsætisráðherra biðst ég afsökunar á því," sagði May þegar hún ávarpaði breska þingið í dag.

May hef­ur verið harðlega gagn­rýnd fyr­ir viðbrögð sín vegna elds­voðans eða öllu held­ur skort á viðbrögðum. Þegar hún heimsótti svæðið fyrst var hún umkring lögreglumönnum og ávarpaði ekki fólkið á svæðinu.

Ríkisstjórnin tilkynnti í morgun að hún hefði keypt 68 íbúðir fyrir eftirlifendur brunans í Kensington í London. Alls lét­ust 79 eða er saknað og tald­ir látn­ir eft­ir elds­voðann og fjöldi fólks varð heim­il­is­laus.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert