6,8 stiga jarðskjálfti í Gvatemala

6,8 stiga jarðskjálfi varð undan ströndum Gvatemala í dag, aðeins átta dögum eftir að mannskæður skjálfti reið þar yfir. Fimm létust í þeim skjálfta. 

Enn hafa engar fréttir borist af mannfalli í skjálftanum í dag. Hann varð kl. 12.31 að íslenskum tíma, 6.31 að morgni dags að staðartíma. Skjálftinn varð í Kyrrahafi, um 23 kílómetrum suðvestur af Puerto San Jose, á 46,8 kílómetra dýpi.

Íbúar í El Salvador fundu einnig skjálftann. Margir flúðu út úr húsum sínum og óttuðust harða eftirskjálfta. 

Þann 14. júní varð 6,9 stiga skjálfi í Gvatemala og suðurhluta Mexíkó. Fimm létust, rafmagnlaust varð og hús eyðilögðust.

Skjálftar eru algengir á þessum slóðum á mótum tveggja jarðskorpufleka. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert